Aðstandendur

Því miður þjáumst við mörg í þögn eftir að hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Það eru ekki einungis nánustu aðstandendur sem þjást af þessari þögn, foreldrar, börn, systkyni eða makar, heldur einnig hugsanlega vinir og kunningjar, nágrannar, vinnufélagar, skólafélagar og einnig sá/eða sú sem kom að viðkomandi. Þögnin sem hleðst eins og ókleifur múr utan um okkur aðstandendur gerir okkur oft erfiðara fyrir að vinna úr sorginni og hjálpar okkur ekki út úr því tilfinningafárviðri sem við höfum lent í.

Við megum heldur ekki gleyma þeim sem þjást vegna þeirra sem gera tilraunir til sjálfsvígs, stundum nokkrar og ekki heldur gleyma hversu mikið andlegt álag það er að vita af einhverjum sem skaðar sjálfa(n) sig.

Til þess að okkur líði betur þörfnumst við aðstandendur eins eða alls af eftirfarandi:

Að afla okkur þekkingar um sjálfsvíg.

Að verða okkur úti um stuðning.

Að öðlast innsýn í eigin missi/sorg.

Að forðast svo djúpa sorg að okkur sjálfum sé hætta búin.


Því viljum við hvetja ykkur til að kynna ykkur eftirfarandi:

Bæklinginn: Ástvinamissi vegna sjálfsvígs, Handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur. Hana má lesa hér

Sjálfshjálparhópa og fræðslu Nýrrar Dögunar má finna á: http://www.sorg.is

Til þess að fá upplýsingar um skattamálin, erfðamálin, dánarbú og fleira, þá heimsækið andlat.is: http://www.andlat.is/Leidbeiningarvidandlat/Erfdamal/

Allar leiðbeiningar um andlát, skipulagningu útfarar, erfidrykkju og legstaði finnast á sömu síðu:

http://www.andlat.is/Leidbeiningarvidandlat/

Vinsamlegast athugið að síðan sjalfsvig.is er enn í mótun. Í framtíðinni verða birt undir þessum lið þau erindi sem flutt verða á ráðstefnum og Kyrrðarstundum sem haldnar verða í framtíðinni. Einnig þau eirindi sem þegar hafa verið flutt.