Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna

 

10. september 2017 – Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna:

Kyrrðarstundir

Sunnudaginn 10.september 2017, kl.20 verður haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni í Reykjavík til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 

Dagskrá: 

Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Lauganeskirkju flytur hugvekju

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar

Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni

Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 

Að kyrrðarstundinni standa - Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóðu Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og Þjóðkirkjan. 

Einnig verða kyrrðarstundir haldnar á Akureyrir, Egilsstöðum, Húsavík og í Reykjanesbæ. 

Kyrrðarstundirnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis.

 

 

10. september 2014 – Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna:

Kyrrðarstundir í Reykjavík, Akureyri og Egilstöðum

til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna miðvikudaginn 10. september n.k. verða haldnar kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju og Egilstaðakirkju. Allar kyrrðarstundir hefjast kl. 20:00.

Samkoman í Dómkirkjunni er á þessa leið:

 • Óttar Guðmundsson leiðir kyrrðarstundina
 • Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni.
 • Tónlist: Högni Egilsson
 • Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Samkoman er á vegum þjóðkirkjunnar, landlæknisembættisins, geðsviðs LSH, Nýrrar dögunar, Lifa, Hugarafls og Geðhjálpar.

Samkoman í Akureyrarkirkju er á þessa leið;

 • Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni
 • Tónlistarflutningur.
 • Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Eftir stundina verður kynning á starfi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og aðstandenda eftir sjálfsvíg

Samkoman í Egilstaðakirkju er á þessa leið;

 • Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni
 • Tónlistarflutningur.
 • Ólöf Margrét Snorradóttir guðfræðingur leiðir stundina og flytur hugvekju
 • Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Eftir stundina verður kynning á starfi Nýrrar Dögunar , samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og aðstandenda eftir sjálfsvíg

Víða um heim er vakin athygli á Alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna þann 10. september ár hvert. Hér má skoða vefslóðir sem tengjast honum:

2012_wspd_press_package.pdf

2010_wspd_activity_sheet.pdf

www.iasp.info