Hefur þú skaðað sjálfa(n) þig?

Sjálfsskaði telst eitt form tjáningar einstaklings sem er í alvarlegri tilfinningakreppu, hvort sem sú kreppa stafar af sorg, reiði, ótta eða sjálfsfyrirlitniingu. Á þennan tjáningarmáta verður líkaminn nokkurs konar ,,tilkynningatafla”, þar sem sár og ör endurspegla sálarangist eða lífsháska viðkomandi persónu.

Þetta er venjulega vegna þess að viðkomandi kemur tilfinningum sínum ekki í orð – kann eða getur ekki að tjáð þær.

Eigi þessi lýsing við ykkur, getið þið fengið hjálp við að brjótast út úr þessu munstri.

Vandamálið við þessa tjáningarleið er sú að þið festist í henni - þetta verður ykkar einasta leið til að tjá tilfinningar þínar – og svona ,,tungumál” skilja fæstir.

Annað sem gott er að vita, er að sjálfsskaðar eru ekki ,,eitthvað tímabil” sem líður fljótt hjá svona eins og ,,unglingaveiki”, því svona munstur getur varað í allt að 20 til 30 ár.

Leggið það einnig á minnið, að þó svo ykkur létti rétt á meðan þið skaðið ykkur, varir sá léttir venjulega ekki lengi, heldur endar með mikilli skömm og sekarkennd.

Við getum bent ykkur á samtök eða fagfólk sem hjálpar ykkur að tjá tilfinningar ykkar í orðum í stað þess að skaða sjálf ykkur.

Í samvinnu við fagfólk getið þið greint og kortlagt hvað veldur því að ykkur finnist þið verða að hegða ykkur á þennan hátt. Þegar í ljós kemur hvað veldur, fáið þið hjálp við að finna aðrar leiðir til að vinna ykkur út úr vanlíðaninni.

Þið munið sjá að þessi tilfinningalegu viðbrögð er eitthvað sem þið hafið tamið ykkur á unga aldri - kannski var þetta vegna þess að ykkur var svo mikið niðri fyrir, svo reið eða svo döpur, að þið hreinlega gátuð ekki sagt frá.

Kannski var þá hvorki enginn til staðar, til að útskýra fyrir ykkur að tilfinningar ykkar væru raunverulegar á þessum tímapunkti, né skildi af hverju ykkur leið svona illa.

Það er líka hægt að hjálpa fjölskyldum ykkar að skilja að þið þarfnist hjálpar og stuðnings heima fyrir, í stað gagnrýni eða fyrirlitningar.

Hringið í síma 1717 ef þið þurfið einhvern að tala við

Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn