Á þessu augnabliki í lífi þínu þykir þér kannski sem dauðinn sé eina leiðin út úr sálarangist þinni.
Flestir upplifa þessa tilfinningu einhvern tíman á lífsleiðinni. Viðbrögð þín eru eðlileg.
En - sjálfsvíg er ekki valkostur.Það er endanlegt og banvænt. Hversu mikil sem vanlíðan þín er í augnablikinu, geturðu treyst því að hún mun líða hjá.
Við getum og viljum hjálpa þér að komast yfir hana.
Sértu að lesa þetta um miðjan dag eða miðja nótt hringdu þá í 1717
Segðu okkur sögu þína, útskýrðu hvað það er sem veldur þér svo mikilli sálarangist. Þannig leyfir þú okkur að hjálpa þér. Það er fyrsta skrefið. Í framhaldinu útvegum við þér viðtal hjá fagmanneskju.
Þetta er fyrsta skrefið að bjartari framtíð.
Sértu í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern NÚNA, hringdu í síma 1717
Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólahringinn.
Þar er fagfólk sem hefur sérhæft sig í að hjálpa þér.
Að láta lífið í sjálfsvígi leysir engan vanda.
Þú mátt til með að átta þig á því að innst inni langar þig ekki til að deyja, heldur einungis binda enda á sálarangist þína.
Að tala við góðan vin, skyldmenni, leita til fagfólks eða hringja í 1717 er lausnin.
Leyfðu okkur að hjálpa þér. Þú átt það skilið. Sérhvert mannslíf skiptir máli. - Þú skiptir máli.