Hefur þú áhyggjur af einhverjum sem gæti verið í sjálfsvígshættu?

Þakka þér fyrir hugrekkið til að ná til einhvers sem þér þykir vænt um.

Það er vegna fólks eins og þín, sem okkur tekst að draga úr sjálfsvígum og sjálfssköðum á Íslandi.

Hefur þú áhyggjur af einhverjum í sjálfsvígshugleiðingum?

Hver sem er, getur dottið ofan í sjálfsvígshugsanir einhvern tímann á lífsleiðinni.

Þessar hugsanir geta spannað allt frá "hver er tilgangurinn með þessu?" til "ég vil ekki vera hér lengur." Þú verður að skilja að sá eða sú sem þú hefur áhyggjur af langar innst inni ekki til að deyja, heldur einungis binda enda á sálarangist sína og sársauka.

Hvað er það í daglegu fari þessa einstaklings sem veldur áhyggjum þínum?

Hefur viðkomandi einangrað sig? Hefur persónuleikinn breyst? Er hann hlédrægari? Hefur frammistaðan breyst í skóla eða vinnu ? Er dauðinn eða tilgangsleysi lífsins aðal umræðuefnið? Hefur viðkomandi gefið í skyn að fjölskyldu eða vinum væru betur sett án hans?

Ef eitthvað af ofanskráðu á við þarftu að finna út hvor viðkomandi íhugar að svipta sig lífi með því að spyrja hreint út: ,,Ertu í sjálfsvígshugleiðingum?.”

Ekki hræðast þessa spurningu, því hvað yrði það versta sem gæti gerst?

Viðkomandi myndi annað hvort svara neitandi (og hugsanlega spyrja hvort það væri í lagi með þig?) eða játandi.

Reynslan hefur sýnt að í raun og veru létti viðkomandi þegar þeir heyra spurninguna borna upp. Loksins - þegar slíkar hugsanir eru komnar fram í dagsljósið – getur viðkomandi farið að deila angist sinni með öðrum.

Svari viðkomandi neitandi, máttu til með að segja að þú hafir verið áhyggjufull (-ur) því hann hafi hagað sér öðruvísi en venjulega undanfarið… Spurðu hvort þú megir hjálpa á einhvern hátt. Kannski er viðkomandi langt niðri, hefur misst vinnuna, er nýkominn úr brotnu sambandi eða hefur fallið á prófi.

Það sem viðkomandi er í mestri þörf fyrir núna er að heyra að einhverjum þykir vænt um hann og sé að bjóða fram stuðning sinn.

Svari viðkomandi játandi, er skiljanlegt að þú fyllist hræðslu og vitir ekki hvað gera skuli næst.

En næsta skef er mjög einfalt: Þú segir viðkomandi að þú ætlir að útvega hjálp og að þú munir hjálpa honum í gegnum þessa tilfinningakreppu. Þó svo að viðkomandi hafi talað við þig í hreinskilni – þá er líf hans ekki á þína ábyrgð – mundu það! Hins vegar er það á þína ábyrgð að finna viðeigandi hjálp. Þetta felur í sér þátttöku annarra vina eða fjölskyldumeðlima, því á næstunni mun þessi manneskja þurfa heilt stuðningsnet. Það stendur engin einn undir svo þungri byrði. Sértu beðinn um að segja engum frá, máttu til með að fá viðkomandi til að ræða við einhverja aðra utanaðkomandi. Fáir þú ekki samþykki fyrir því, biddu viðkomandi um leyfi til að þú megir tala við einhvern.

Þú verður að upplýsa þá sem er í tengslum við viðkomandi, til að tryggja áframhaldandi umönnum og umhyggju.

Næsta skref er að hringja í 1717 og fá ráðleggingar.

Hræðist þú að einhver muni valda sjálfum sér skaða?

Hafir þú þessar áhyggjur, er ekki víst að þú áttir þig á því að fyrir mörgum er sjálfsskaði leið til að takast á við lífið eða að tjá vanlíðan sína. Líklegast er að sjálfsskaði þeirra sé ekki sjálfsvígstilraun.

Nú þegar þú hefur áttað þig á að þetta eigi við í þínu tilfelli, eru komin í smá vandræði.

Í fyrsta lagi: Er hér um barn eða fullorðinn að ræða, vin eða starfsfélaga? Nálgunin fer eftir þessu. Mikilvægast er að þú vitir að þessi hegðun hefur verið haldið leyndri þar sem viðkomandi skammast sín svo mikið fyrir hana. Þess vegna reynum við ekki að grafast fyrir um ástæðurnar.

Í öðru lagi þarfnast þú skilnings á því að sjálfsskaði snýst um tjáningu – viðkomandi er ófær um að tjá vanlíðan sína munnlega og er einungis fær um að tjá þær líkamlega. Fyrir marga sem þannig er ástatt fyrir, er það stundum auðveldara að einbeita sér að líkamlegum frekar en andlegum sársauka. Talaðu við viðkomandi.

Byrjaðu á að segja: ,,Ég veit að þú skaðar sjálfan þig og mig langar til að hjálpa þér”.

Hvatning þín og fjölskyldu viðkomandi til að þiggja hjálp skiptir miklu máli. Samúð og hlýleg leiðsögn eru vænlegastar til árangurs. Leitaðu upplýsinga hjá 1717.

Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn.